Barnaland hvað?

Mér hefur orðið að íhugunarefni á hvaða leið sumir bloggarar eru hérna.  Langflestir rita af málefnalegri skynsemi, yfirvegun og með virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra.  Eins vilja flestir láta taka mark á sér og skrifa undir eigin nafni.   Samt er það svo að sumir fjósamennirnir svo ég taki alþekkta samlíkingu hafi dottið niður í haughúsið og kasti þaðan skít í allt og alla.  Flestir þeir sem þessa iðju stunda gera það í skjóli nafnleyndar eða í einstaka tilfelli upploginna nafna.  

Úr launsátri er síðan ráðist á nafngreindar persónur með lítt málefnalegum óhróðri.  Þetta hefur verið stundað mikið á málefnin.com og á barnalandi og hefur ekki þótt til eftirbreytni.  Ég er ekki talsmaður ritskoðunar og mun aldrei verða.  Hins vegar þykir mér það eðlileg krafa að ritstjórn blog.is geri þá sjálfsögðu kröfu til bloggara að þeir komi fram undir réttu nafni.    

Sérstaklega þykir mér miður að sjá sumum þessara skítkastara hampar ritstjórn blog.is með því að setja þá í "Valin blogg" þar sem hroðinn stendur heilu dagana.  Til hvers?  Það hlýtur að vera umhugsunarefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband