Föstudagur, 19. janúar 2007
Sjálfbær nýting hvala
Aðeins meir um hvali og hvalveiðar. Svo ekki fari á milli mála þá er ég mjög hlynntur sjálfbærri nýtingu náttúrunnar hvers kyns sem hún er svo fremi að nýtingin gangi ekki á aðra ríkari hagsmuni. Einhvern veginn er ég ekki að kaupa rök hvalveiðisinna og ég er ekki búinn að sjá afurðirnar seldar. Það er svo margt í þessu dæmi sem ekki gengur upp.
Þegar ég var ungur í sveitinni að byrja að fara með skotvopn sagði afi minn við mig. "Mundu áður en þú tekur í gikkinn til hvers þú gerir það". Á það ekki ágætlega við núna?
Spyr sá er ekki veit....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.