Aukum tekjur ríkissjóðs - lækkum skatta

Hvernig fer þetta nú saman?  Tekjuskattur eins og hann er innheimtur í dag er einhver óréttlátast skattheimta samtímans.  Hverjir borga 36% tekjuskatt?  Fyrst og fremst launaþrælar og harðast bitnar hann á lágtekjuþrælunum.  En hátekjuþrælar?  Jú,  flestir sem hafa hátekjur hafa hann fyrst og fremst af fjármagni og borga tekjuskatt - að vísu heitir hann fjármagnstekjuskattur og er bara 10%.  Vont er þeirra ranglæti er verra er þeirra réttlæti sagði Jón Hreggviðsson fyrir löngu en þau orð eru í fullu gildi enn í dag.

Afnemum tekjuskatt.  Leyfum fólki að ráðstafa tekjum sínum sjálft - eyða sínu aflafé að vild.  Með því vinnst margt; velta eykst (les hagvöxtur), sparnaður mun líka aukast og þeim sem lægstar hafa launatekjunar kemur þetta mest til góða.

Hvar á ríkið að afla fjár?  Fyrst og fremst með veltusköttum - skattleggjum eyðslu - ekki aflafé.  Setjum virðisaukaskattinn í eitt þrep og afnemum allar undanþágur.  Vond var hugmyndin um matarskattinn 14% á sínum tíma en enn verri er sú kosningabrella sem stjórnvöld framkvæma nú og lækka matarskattinn í 7%.  Virðisaukaskattkerfið sem við bundum svo miklar vonir við er orðið að tómu bulli með fjórum þrepum; 1. þrep með 24,5%, 2. þrep með 14%, 3. þrep með 7% og 4. og síðast þrepið með 0%.  Þar á ég við allskyns liði sem eru undanskildir í kerfinu eins og samgöngur.

Eitt þrep í virðisaukaskattinn og afnemum allar undanþágur.  Leyfum ríkinu að hagnast á eyðslunni og afnemum tekjuskattinn.  Mikið hlakka ég til að sjá einhverja stjórnmálamenn taka þetta upp.  Að vísu sagði Pétur Blöndal einu sinni að svona vildi hann sjá skattkerfið og eins hafa hagfræðingar lagt fram reiknilíkön þetta varðandi.  

Varðandi þá sem lægstir standa að þeirra verða sértæk úrræði eins og alltaf hefur verið.  Það er sátt í þjóðfélaginu um slíkan jöfnum hvar í flokki sem menn standa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband