Færsluflokkur: Spil og leikir
Þriðjudagur, 2. október 2007
Blogg um blogg og bloggleiki - Tillaga til ritstjórnar
Núna ætla ég að brjóta loforð sem ég gaf sjálfum mér og öðrum en það var að ég skyldi aldrei blogga um bloggið. Er þá hægt að komast lengra í vitleysunni en blogga um blogg? Til að gera langa sögu stutta þá hefur ritstjórn bloggsins auðvelda' lesendum aðgengi að því sem efst er á baugi í bloggheimum með því að skipta færslum niður í flokka, ný blogg, heit blogg, vinsæl blogg o.sv.frv.
Nú ber svo við að þegar heitabloggs dálkurinn er opnaður þá blasa þar við 24 færslur. Helmingur þessara færslna eða 12 snúast um leik sem ágætur bloggverji, Kalli Tomm, ýtti úr vör fyrir nokkru. Ekki það að þessi leikur eigi ekki rétt á sér. Síður en svo. Hins vegar er hann orðinn svo útbreiddur og kvíslast um allt moggabloggið að hann lítur orðið út eins og einhvert æxli.
Ég legg því til við ritstjórn bloggsins og búinn verði til sér dálkur fyrir bloggleiki. Þar hafa þá þeir sitt sem þar hafa áhugann en truflar aðra minna sem eru kannski á svolítið öðrum nótum.