Færsluflokkur: Samgöngur
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Slysahætta vegna kæruleysis
Þessi frétt vekur mann til umhugsunar hvort virkilega séu enn til flutningabílstjórar sem læsi ekki gámalásum. Öðruvísi getur gámur ekki fokið af vagni.
Þrátt fyrir alla þá umræðu sem verið hefur um slælegan og hættulegan frágang á farmi má enn sjá kærulausa (og/eða heimska) bílstjóra sem ekki ganga tryggilega frá flutningi. Eru þessir menn tilbúnir til að hugsa þá hugsun til enda hvað geti gerst þegar t.d. gámur fýkur af? Eru menn tilbúnir til hins sama með óbundnar vinnuvélar á vögnum?
Ég bara spyr?
Gámur fauk af bíl á Kjalarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Vanvitaháttur
Mín skoðun hefur lengi verið sú að taka ætti upp stigskift ökuréttindi, Eitt þeirra atriða væri að takmarka réttindi byrjenda með bráðabirgðaskírteini varðandi afl ökutækisins, líkt og gert er með mótorhjólaréttindi þ.e. hestöfl deilt með þyngd. Þannig mætti koma í veg fyrir þann vanvitagang sem sést á þessu myndskeiði.
Athæfi sem þetta lýsir ótrúlegu virðingar- og dómgreindarleysi gagnvart samborgurum sínum, í þessu tilfelli börnum á skólalóð.
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |