Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Það sem ekki er sagt getur verið stærri frétt en sú sem sögð er

Ummæli Geirs H. Haarde í kvöldfréttum RUV varðandi niðurstöður skýrsludraga endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru einkennileg og ekki fallin til að auka tiltrú almennings. Þar segir hann eftirfarandi:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að undirnefnd Endurreisnarnefndar flokksins sé skipuð litlum hópi manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Endureisnarnefndin eigi ekki að líta til fortíðar, heldur framtíðar. Aðrir glími við það sem hafi farið úrskeiðis hér að undanförnu. 

 Endurreisnarnefndin er bar einhver lítill hópur manna og hún tali ekki fyrir flokkinn.  Ég er algjörlega gáttaður á þessum ummælum en kannski eru þau í stíl Geirs sem neitar að horfast í augu við orðinn hlut og ábyrgð sína á honum.  Mér sem sjálfstæðismanni er ofboðið og miðað við það sem maður heyrir og sér úti í samfélaginu er Endurreisnarnefndin nær því að tala fyrir hinn almenna flokksmann en Geir.

Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið skuli ekki minnast einu einasta orði á þessi ummæli Geirs.  Stundum er frétt sem einstakir fjölmiðlar kjósa að birta ekki stærsta fréttin.  Ég hygg að það sé svo í þessu tilfelli. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband