Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Grillaður ritstjóri, flamberaður í lygabrandíi, borinn fram í yfirgefnu auðmannahreiðri.

Frétt dagsins snerist um frétt. Frétt sem var raunar ekkifrétt. Átti að vera skúbb en var það ekki. Frétt sem olli því að ónafngreindur var á barmi taugaáfalls.
Frétt sem ekki birtist fyrr fréttin um hana var orðið að frétt. Bara eins í besta farsa.
Þar höfum við það. Reyndar vitað það alla tíð að eigendur fjölmiðla hafa mikil áhrif á efnistök ritstjórna þeirra, bæði beint og síður óbeint. Í dag fengum við beina dæmið. Í fyrstu reynir Reynir ritstjóri að ljúga sig út úr þvælunni en tekst svo óhönduglega upp að vart hefur nokkur maður trúað þvælunni. Lygin var svo endanlega afhjúpuð í Kastljósviðtali kvöldsins þar sem blaðamaðurinn leggur fram hljóðupptöku af samtali sínu við Reyni ritstjóra.
Reynir (að vera) ritstjóri, Hreinn (og klár?) eigandi og Bjórólfurinn prentsmiðjueigandi og alltumlykjandi. Félegur kokkteill atarna! Eru menn búnir að gleyma afskiptum hins alltumlykjandi þegar hann ætlaði að kaupa DV til þess að leggja það niður vegna "óþægilegra" frétta. Kannski erum við líka búnir að gleyma því "ritstýringu" hans á bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarna (eða var það um Thor Jensen), skiptir ekki máli.
Lengi hefur Jón Ásgeir verið sakaður um að beita fjölmiðlum sínum ótæpilega í eigin þágu. Einhvern veginn hefur honum tekist að gera það á snyrtilegri hátt en hinn alltumlykjandi prentsmiðjueigandi.
Aum er staða ritstjórans og reyndar eigandans líka. Uppvís að lygaþvælu og um að láta undan hótunum "um líf og dauða". Traustleikavísitala ritstjórans var reyndar með allra lægsta móti en ætli honum hafi ekki tekist að fara niður fyrir núllið núna.
Ég spái því að hann láti af störfum á morgun. Annars er það litla traust á fréttum þess farið fjandans til.
Það hlýtur að vera pláss fyrir ritstjóra á einhverju grillblaði. Það gæti hann sem vísast gefið okkur uppskriftina að eigin grillun.
Grillun í beinni!
mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gálgafrestur Gunnars Páls

Fundurinn hlýtur að hafa verið Gunnari Páli erfiður. Ef ekki þá er maðurinn annað tveggja siðblindur eða gjörspilltur. Ég fæ ekki séð hvernig Gunnar Páll með sínar tvær kúlur í mánaðarlaun geti varið gjörðir sínar fyrir VR fólkinu á gólfi lágvöruverðsverslana. Fólkinu sem eru með skitinn 150 kall á mánuði.
Aumingjadómur Gunnars Páls er ótrúlegur. Þetta fer stöðugt að líkjast meir og meir siðferði og atburðarás í Sopranos-þætti en veruleika heiðarlegra kaupsýslumanna. Þarna tekur hann við hverri dúsunni eftir annarri og finnst voða voða gaman að sýna sig í félagsskap stóru strákanna. Strákanna sem notuðu hann til þarfaverka að rétta upp hendi á stjórnarfundum Kaupþings.
Var ekki maðurinn þar til að gæta hagsmun VR og lífeyrisþega? Vandræðalegar útskýringar hans í Kastljósi bentu ekki til þess. Kannski tókst honum betur upp í kvöld.
mbl.is VR flýtir stjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband