Hættur, farinn, bless

Í dag hefur Morgunblaðið misst trúverðugleikann. Því skilja hér leiðir. Ég mun ekki blogga hér oftar jafnframt því sem ég segi upp áskriftinni.

Þessi nöturlega uppákoma var það sem við þurftum síst á að halda nú. Morgunblaðið hefur haldið uppi merki vandaðrar og góðrar blaðamennsku, sérlega síðustu misserin undir stjórn Ólafs Stephensen. Sá trúverðugleiki sem blaðið hefur áunnið sér síðan leiðir með Sjálfstæðisflokknum skildi hefur nú farið fyrir lítið.Ráðinn er til starfa maður sem lék aðalhlutverkið í aðdraganda hrunsins og í hruninu sjálfu.

Kannski mætti segja að hann sé holdgerfingur hrunsins. Á vegum Alþingis stendur yfir rannsókn á aðdraganda þess og það hlýtur að vera mikið dómgreindarleysi að ráða hann sem ritstjóra. Hvernig á umfjöllun blaðsins um hrunið að öðlast trúverðugleika með hann sem ritstjóra. Þarna er Morgunblaðið komið á sama sess og Baugsmiðlarnir.

Svo einfalt er það nú.

Nýtt bloggsvæði er á Eyjunni http://blog.eyjan.is/sveinni/ 


Er ekki búið að finna upp hjólið? Hvað er "hestaíþrótt"?

Ótrúlega algengt að sjá fréttir um slasaða hestamenn sem björgunarliðar þurfa að sækja brotna og brákaða út um allar trissur. Ætli sé til einhvert áhættumat fyrir þessa tómstundaiðju? Reyndar hef ég aldrei skilið þessa áráttu manna að sitja klofvega upp á einhverju dýri og láta það hossast með sig milli staða. Þetta var kannski skiljanlegt á árum áður þegar þetta voru nánast einu samgöngutækin á landi.Það var í þá daga en fyrir rúmu árhundraði barst sú merka uppfinning, hjólið, til Íslands. Ferðamáti nútímans er mun þægilegri á hjólum, sérlega þegar þau eru undir glæsilegri sjálfrennireið.

Stundum er talað um hestaíþróttir. Vissulega eru þetta fallegar skepnur einkum þegar enginn maður er að riðlast á þeim. Svo má alltaf stunda hestaíþróttir með hníf og gaffli.

Það er ekki slæmt.

Svo vona ég að manninum fótbrotna heilsist sem allra best og passi sig vel ef hann fer aftur á bak.


mbl.is Hestamaður féll af baki og fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er virði eigna Landsbankans?

Ljóst er að mikil óvissa er um raunvirði þeirra eigna Landsbankans sem ætlun stjórnvalda er að gangi upp í ICESAVE þjófnaðinn. Alla vega er ljóst að þessar meintu eigur gangast ekki upp á mót skuldinni.

 Er þetta ekki nægileg aðvörun til að staldra við?

Mín skoðun er sú að slík óvissa sé með raunvirði eignanna að ekki sé verjandi að samþykkja samninginn við Holllendinga og Breta.Alls ekki.

Þessi samningur er svo vondur að engin áhætta felst í því að fella hann. 


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagður þjófnaður?

Við einkavæðingu Landsbankans var okkur talin trú um að kaupendur hans væru vellauðugir og hefðu auðgast mjög með starfrækslu og síðar sölu á bruggverksmiðju í Rússlandi.  Frábært! hér komu menn með beinharða peninga og það í erlendum gjaldeyri.  Eitthvað sem við þörfnuðust svo mjög.

Reyndar fóru fljótlega af stað "gróusögur" um að fingraför Rússnesku mafíunnar væru á þessum skyndigróða kaupendanna þriggja.  Reyndar hafði einn þeirra verið í rekstri á Íslandi áður með heldur slaklegum árangri.  Nægir þar að nefna Hafskip og Dósagerðina sem reyndar mun hafa gengið þokkalega á meðan starfsmaður Landsbankans dró sér fé með skipulegum hætti og nýtti það til rekstrar Dósagerðarinnar.  Um leið og upp komst og þessi tekjulind þornaði mun hafa verið útséð um "arðbæran" rekstur þess fyrirtækis.  Varla þarf að fjölyrða um spilaborgina Hafskip.

Sem sagt þarna voru komnir þrír "rússagulldrengir" góðir og vel þóknanlegir ráðamönnum, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni, sem töluðu fjálglega um þess miklu innspýtingu fjármagns bla..bla.....

Í dag er verið að fletta ofan af lyga- og svikamyllu þessara kumpána.  Þeir virðast ekki hafa átt nægilegt eigið fé eins þeir létu í veðri vaka, heldur tóku lán í Búnaðarbankanum til að fjármagna kaupin að hluta og síðar í Landsbankanum, bankanum sem þeir höfðu "keypt".

Svo biðja þeir um niðurfellingu á helmingi lánsins.  Vá!  Bankastjóri Kaupþings ber sig illa og telur sér hafa verið ógnað.  Er einhver hissa?  Hann lýsir því yfir að "engin" ákvörðun hafi verið tekin um niðurfellingu.  Það var akkúrat þetta sem sló mig mest.  "Engin ákvörðun tekin".  Mig einmitt hryllir við að slíkt skuli einfaldlega hafa verið íhugað.

Þar sem svo virðist að þessir þremenningar  hafi eignast bankann með svikum og prettum á allra síst að veita þeim neitt afslátt.  Það er hreint út sagt fráleitt.  Maður gefur ekki þjófum afslátt af þýfi!

Allt ferlið vekur síðan upp spurningar um aðkomu einkavæðingarnefndar auk þeirra Davíðs og Halldórs.  Enginn skal reyna að telja fólki trú um að þeim hafi ekki verið fullljóst hvernig kaupin voru fjármögnuð.

Eru þeir Davíð og Halldór á yfirheyrslulista sérstaks saksóknara?


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snorrastaðir á Mýrum?????

"Hjólhýsið fannst í nótt þar sem það hafði verið skilið eftir við Snorrastaði á Mýrum".

Mér vitanlega eru Snorrastaðir í Hnappadal.  Þessa miskilnings gætir oft þegar talað erum "Eldborg á Mýrum" þó hún sé í Hnappadal.  Mýrar enda við Hítará og þar fyrir vestan er gamli Kolbeinstaðahreppurinn sem klárlega er í Hnappadal.


mbl.is Stal bíl og hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtingarréttur minn í Heiðmörk bókfærist sem "eign"

Undanfarin 10 ár hef ég nýtt mér gæði Heiðmerkur, jafnvel á hverjum degi.  Sennilega stendur einhvers staðar að Heiðmörkin sé sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu en mér finnst ég hafa með notkun minni á Heiðmörkinni að ég hafi eignast nýtingarrétt til hennar og hef ég því beðið endurskoðunarfyrirtækið Deloitte að bókfæra þennan nýtingarrétt sem eign í efnahagsreikingi mínum.

Það hljóta að gilda svipuð eða sömu lögmál um nýtingu almannaauðlindarinnar Heiðmerkur og annarra þjóðgarða og fólkvanga eins og lögmálin um nýtingu hafsins gæða.  Ég ætla svo að eftirláta þessum snillingum bókhaldsbrellanna að finna út hlutfallstölu nýtingarréttarins.  

Svo auglýsi ég hann til leigu fyrir "sanngjarnt" verð. 


mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbabrella

Á árum áður þegar dætur mínar voru ungar fannst þeim besta skemmtun að láta lesa fyrir sig.  Ein vinsælasta sögupersónan var Barbapaba og fjölskylda hans.  Þessar sögur voru skemmtilega og ef ég man rétt fylgdu þeim sjónvarpsþættir.

Persónur sögunnar höfðu þann stórkostlega eiginleika að geta breytt um lögun og hlutverk, allt hvað hentaði hverju sinni.  Langfærastur þeirra í þessum brellum var Barbapaba sjálfur.  Hann gat án fyrirhafnar töfrað fram nánast hvað sem var þegar honum hentaði.

Hip, hip, barbabrella og eitthvað nýtt leit dagsins ljós.  Samt var að ekkert nýtt, einungis augnabliks sjónhverfing.  Mér finnst að margir stjórnmálamenn hafi tileinkað sér hugmyndafræði og úrræði Barbapapa.  

Einn þeirra er núverandi sjávarútvegsráðherra.  Þar sem hiti er nú að hlaupa í kosningabaráttuna hef ég tilhneigingu til að halda fyrirhugaðar strandveiðar hans vera einfalda barbabrellu.  Af hverju dregur hann þessa brellu upp núna, maður sem varið hefur kvótakerfið nánast alla tíð.  Mér er spurn.

Ég trúi þessu ekki fyrr en sé þetta gerast.


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píslarvætti?

Til eru þau samfélög í heiminum þar sem eignarréttur er óljóst eða jafnvel fjarlægt hugtak. Eitt eiga þessi samfélög þó sameiginlegt: Þau eru talin mjög frumstæð í menningarlegu tilliti. Þessi samfélög er m.a. að finna á afskekktum svæðum S-Ameríku, í Mið-Afríku og Súmötru og Borneó.

Nú er því þannig farið í okkar samfélagi að eignarréttur er tiltölulega skýrt greindur og afmarkaður. Afnotaréttur er annað og þá yfirleitt háður samþykki þess er með eignarréttinn fer.Nú getur mönnum greint á hvers sé eignar- og eða afnotaréttur. Til að fá úr slíku skorið höfðum ákveðið að koma slíkum ágreiningi fyrir hjá dómstólum sem skera þar úr.

Það sem er að gerast á Vatnsstíg er að hópur fólks hefur tekið yfir ónotað hús; reyndar í annarra eigu og hefur hafið það sem hópurinn kallar nytjarétt.  Svo er að sjá að þarna fari fyrir harður kjarni ungmenna auk ýmissa nytsamra sakleysingja, sem beiti þessari aðferð til að efna til ágreinings og í framhaldi til slagsmála við lögreglu.  Þau vita sem er að lögreglu verður gert lögum samkvæmt að rýma húsið geri eigandi kröfu þar um.  Þar skiptir engu máli hvaða skoðun lögreglan eða lögreglumennirnir hafi á hústökuhópnum eða efnislegum gerðum þeirra.  Lögreglunnar er að halda uppi lögum og rétti.  

Að leika og geta leikið píslarvott virðist vera markmið hópsins og þar helgar tilgangurinn meðalið.

 


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta nóg Guðlaugur

Guðlaugur sem virðist vera flæktur í slæm mál hefur nú óskað eftir rannsókn Ríkisendurskoðunar.  Með tilliti til eðlis málsins væri mun réttara að afhenda málið saksóknara og lögreglu til opinberrar rannsóknar eins og ég lagði hér til.

Málið er komið á það stig að litlu skiptir fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvort Guðlaugur er saklaus af þessum áburði eða ekki.  Þetta er að valda flokknum á landsvísu miklum skaða er því væri réttast af Guðlaugi að draga sig í hlé á meðan rannsókn á málum hans fer fram.  Með því  tæki hann hagsmuni flokksins fram yfir persónulega hagsmuni sína.

Og það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem þarfnast rannsóknar.  Hana þarf að framkvæma hjá öllum flokkum.  Hvaðan komu t.d. Samfylkingunni fjármunir til að kosta einhverja dýrustu kosningabaráttu íslandssögunnar 2007?


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki þörf á opinberri rannsókn?

Fréttir undanfarna daga af fjárstyrkjum til stjórnamálaflokka hafa vakið mikla athygli sem vonlegt er.  Sérstaka athygli vekur mikill munur milli áranna 2006 og 2007 en þá tóku í gildi ný lög um fjármál stjórnmálaflokka.  Hvað gerðist þar?  Hættu fyrirtæki að styrkja flokkana?  Ég ef grun um að svo sé ekki.

Aðallega hefur athyglin beinst að ofurstyrkjum Landsbankans og FL-group til Sjálfstæðisflokksins.  Vegna þess hefur flokkurinn skýrt frá þeim styrkjum sem námu 1 millj. eða meira á árinu 2006.  Skýringar sem gefnar hafa verið að tilkomu og tilurð þeirra hafa ekki reynst trúverðugar og ljóst að forustan hefur ekki náð að höndla málið sem skyldi.

Ótal spurningar hafa vaknað.  Hvað með Samfylkinguna?  Er það rétt að frá og með árinu 2007 hafi einstök félög hennar tekið við styrkum sem áður runnu til aðalskrifstofunnar?  Hvað með Framsókn og VG?  Hafa þeir opnað bókhaldið upp á gátt.  Nei.  VG birtir að vísu ársreikninga en ekki stafkrók um hvað felst þar á bakvið og alls ekki um fjárhag einstakra aðildarfélaga.  Sama gildir um Framsókn.

Mér sýnist í ljósi síðustu atburða að þörf sé á opinberri rannsókn á fjármálum flokkanna og óneitanlega líta sumar styrkveitingarnar illa út.  Jafnvel gætu sumar þeirra litið út sem hreinar mútur.   Hér þarf að hreinsa til og sanna eða afsanna illar grunsemdir.

Áður hefur verið efnt til opinberrar rannsóknar af minna tilefni.


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband