Það er skítalykt af þessari bílasölu bankans?

Hvað er að gerast þarna? Er ekki alveg ljóst að Kaupþing hið nýja er í eigu ríkisins? Ef svo er hvernig stendur þá á því að Ríkiskaupum er ekki falið að selja þessa bíla eins og annara bíla í eigu ríkis og fyrirtækja í eigu þess?

Ljótar sögur um þessi viðskipti fara nú fjöllum hærra. Mér finnst alveg ljóst að bankinn þarf að gera þarna hreint fyrir sínum dyrum varðandi þessa sölu.  Eða eru stjórnendur bankans ekki vissir um hver sé eigandi hans?Það hljóta að hafa verið eðlilegri viðskiptahættir að bjóða þessa bíla upp eftir hefðbundum leiðum, þ.e. hjá Ríkiskaup úr því bankinn er í ríkiseign.


mbl.is Seldu lúxusbíla Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óttast að hér sé varla talandi um óþef í samanburði við þá gjörninga sem sama skilanefnd er með í gangi varðandi sölu annarra eigna bankans erlendis,,Fréttir segja okkur af sölu eigna bankans erlendis á sama tíma og talað er um að fresta sölu eigna annarra banka meðan ástand á mörkuðum er eins og það er,, veit nokkur hver er að kaupa hverju sinni,, vera má að kaupandinn sé sagður einhver aðili,, enn er kannski einhver annar,, einhver Ólinn eða Hreiðarinn,,

Bimbó (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Samkvæmt fréttinni er þetta ekki skilanefndin. Hún sér um málefni Kaupþings. Svo virðist sem Nýja-Kaupþing hafi selt þessa bíla.

Hins vegar deili ég áhyggjum með þér af störfum skilanefndarinnar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.2.2009 kl. 21:58

3 identicon

Ég heyrði nú  fyrir um viku síðan að bílarnir hefðu allir verið keyptir af einum og sama aðilanum, hann hefði verið tekinn framfyrir alla aðra sem buðu í bíla. Einnig að hann hefði fengið hvern bíl á 3 milljónir. t.d. Toyota Landcruiser 200 2007 árgerð, bílar sem fara aldrei undir 10. milljónir, það er aðeins meira en 30 % afsláttur?

Algert rugl!!

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:35

4 identicon

Undarlegt að setja þá ekki á bílasölu, þar hefðu þeir kannski farið með talsvert minni afslætti en 75%.

Og annað, ég hefði talið að lög um sölu á eignum hins opinbera krefðust þess að svona hlutir færu á uppboð. Einhver sem veit eitthvað um það?

Toni (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Benedikt Guðmundsson

Hvar er nú gegnsæið og allt uppá borðum. Því eru þessir bílar ekki boðnir upp á opnum markaði þannig að allir hafi sömu möguleika á því að bjóða. Það virðist ekkert ætla að breytast í þessu þjóðfélagi okkar. Þegar slíkt smámál er ekki hægt að afgreiða með eðlilegum hætti þ.e. fyrir opnum tjöldum hvað þá um þau sem vigta meira

Benedikt Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 23:31

6 identicon

Eflaust "ætluðu" þeir að segja á 30% af raunverði, en úps sögðu "óvart" 30% afslætti. Það er svona aðeins nær lagi 8)

Halldór (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í því upplausnarástandi sem virðist hafa skapast í þjóðfélaginu eru hrææturnar á sveimi, þ.e. þeir sem ætla sér mikið fyrir lítið. Hætt er við að þar séu sömu menn að verki og hafa staðið í fremstu víglínu hinnar misheppnuðu góðærisgeggjunnar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.2.2009 kl. 00:10

8 identicon

Sæll Sveinn minn.

Ég er hjartanlega sammála þér. Það er skítalykt af þessu máli. Og maður hreinlega fer að gráta út af því hvernig þetta er allt saman gert. Það er ennþá verið að hygla auðmönnum og smjaðra fyrir þeim en ég og fleiri sem erum á örorku fáum ekki neitt, við erum hengd ef við náum ekki að borga okkar skuldir um hver mánaðarmót. Það er nú bara þannig.

Þetta er óréttlátt og maður hreinlega grætur inn í sér.

Eigðu góða nótt Sveinn minn og sofðu vel. Gangi þér vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:29

9 identicon

Það er dálítið sérkennilegur þefur af þessu.  Það þarf greinilega að endurskoða núverandi ráðamenn hjá "bankastofnunum ríkisins"

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: corvus corax

Að sjálfsögðu krefjumst við almennir borgarar þess að umrædd bílasala verði rannsökuð til að sannleikurinn komi í ljós. Ef menn hafa ekkert að fela er allt í lagi. Ef hins vegar gamla spillingarferlið er enn í gangi í "nýju" bönkunum verður að láta sverfa til stáls. Spilling í þessu eða öðru verður ekki liðin, sama hver í hlut á. Ég vil benda Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og æðsta yfirmanni bankanna að láta skoða málið og það strax!

corvus corax, 17.2.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Thessi Úr-anus gaur hefur flutt bílana út til Thýskalands og selt thá fyrir evrur, (spurning á hvada gengi hann hefur svo flutt hagnadinn heim), og svo thar ad auki hefur hann mogulega fengid endurgreiddan virdisauka af einhverjum thessara bíla eftir ad their voru farnir úr landi; frumvarp sem var sett í log fyrir áramótin svo almenningur gaeti losad sig vid einhverja dýra bíla og myntkorfurnar sem fylgja theim.

Aedislegt alveg

Sigurður Eggert Halldóruson, 17.2.2009 kl. 13:43

12 identicon

Aðalbrandarinn er líklega sá að ,,kaupandinn selur bílana úr landi og fær endurgreitt aðflutningsgjöld sem nema hærri upphæð enn brotajárnsverðið sem hann þurfti að borga,,  Hver segir síðan að hann hafi flutt gjaldeyririnn til baka sem lög hveða á um,, O O o o ætli það,,

bimbó (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:47

13 identicon

Afhverju lá svona á að selja þessa bíla?

olie (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:58

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú þarf einhver glöggur ættfræðingur að skoða hvort einhver tengsl eru milli Finns bankastjóra og þeirra sem "keyptu" bílana. Mér skilst að eitt og sama fyrirtækið hafi keypt yfir 10 stykki.

Finnur Bárðarson, 17.2.2009 kl. 18:15

15 identicon

Nú verðum við bara að komast að því hverjir fengu forgangsrétt úr þessu ríkisfyrirtæki og af hverju.

Jón (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:58

16 identicon

Mér finnst mjög eðlilegt að ríkiskaup sjái ekki um sölu þessara bifreiða, þar sem bönkunum er ekki stjórnað af ríkinu, þó ríkið sé eigandi þeirra. Bankaráð sjá um rekstur bankanna.

Andri Björn Róbertsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:13

17 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Andri Björn: Hvað með fyrirtæki eins og Landsvirkjun svo eitt dæmi sé nefnt. Ríkið stjórnar ekki Landsvirkjun og meira að segja á hana ekki að fullu. Samt er þeim gert að selja í gegn um Ríkiskaup.

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.2.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband