Það sem ekki er sagt getur verið stærri frétt en sú sem sögð er

Ummæli Geirs H. Haarde í kvöldfréttum RUV varðandi niðurstöður skýrsludraga endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru einkennileg og ekki fallin til að auka tiltrú almennings. Þar segir hann eftirfarandi:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að undirnefnd Endurreisnarnefndar flokksins sé skipuð litlum hópi manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Endureisnarnefndin eigi ekki að líta til fortíðar, heldur framtíðar. Aðrir glími við það sem hafi farið úrskeiðis hér að undanförnu. 

 Endurreisnarnefndin er bar einhver lítill hópur manna og hún tali ekki fyrir flokkinn.  Ég er algjörlega gáttaður á þessum ummælum en kannski eru þau í stíl Geirs sem neitar að horfast í augu við orðinn hlut og ábyrgð sína á honum.  Mér sem sjálfstæðismanni er ofboðið og miðað við það sem maður heyrir og sér úti í samfélaginu er Endurreisnarnefndin nær því að tala fyrir hinn almenna flokksmann en Geir.

Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið skuli ekki minnast einu einasta orði á þessi ummæli Geirs.  Stundum er frétt sem einstakir fjölmiðlar kjósa að birta ekki stærsta fréttin.  Ég hygg að það sé svo í þessu tilfelli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo þessi orð sem eftir honum voru höfð í sama viðtali "Frelsisvæðingin var ekki vandamálið heldur það hvernig farið var með frelsið"

Uuuu hverjir áttu nú að hafa eftirlit með frelsinu? eða er það HannesHG-sonar trúin að menn hafi eftirlit með sjálfum sér?

Tómas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég get verið sammála því að frelsisvæðingin sem slík var ekki vandamálið heldur að eftirlitsapparötin klikkuðu. Þessu má líkja við fótboltaleik þar sem dómarinn og línuverðirnir komu aldrei út úr búningsklefanum og leikurinn fór úr böndum.

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ásamt þeim stjórnmálamönnum sem stóðu vaktina bera því höfuðábyrgð ásamt þeim sem misnotuðu nýfengið frelsi.

Mennirnir eru breyskir og ófullkomnir en SÍ og FME virtust alls ekki gera ráð fyrir því.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.3.2009 kl. 21:41

4 identicon

Geir er fínn kall, en kommonn............ 100 dögum eftir flottasta hrun sögunnar, engin afsökun, allt öðrum að kenna.......einsog fugl hvíslaði að mér um daginn . " ástæða hruns okkar er allt ensku kennara Árna M. að kenna! "... Nú eru D menn búnir að stjórna í rúm 17 ár......... er ekki komið nóg ? hvílum þá í nokkur ár og sjáum til..... ok ?

Gestur Traustason (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Takk Carl fyrir að vekja athygli á fréttinni.  Hún staðfestir það sem ég sagði hér að ofan, það sem öllum fjölmiðlum finnst stórfrétt er falið í texta annarar fréttar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.3.2009 kl. 07:57

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er svo sem hægt að færa rök fyrir því en ég tel að þetta hafi verið rétt hjá mbl í þessu tilviki.

Þetta var sama fréttin hjá RUV og Ásta Möller að biðjast afsökunar var einfaldlega stærri fréttin. Hitt hefur komið fram áður.

Carl Jóhann Granz, 3.3.2009 kl. 08:11

7 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það kemur hver þingmaðurinn fram eftir annan og tekur á sig sakir af hruninu.  Því verður það stærri frétt með hverjum deginum sem líður að formaðurinn skuli enn vera í bullandi afneitun.

Það er ekki hægt að líta framhjá því að við verðum að gera málin upp.  Skoða hvað fór úrskeiðis, hver eða hverjir fóru ekki að leikreglum og hverjir sváfu á vaktinni.  Til þess eru mistökin að hægt sé að læra af þeim.

Mér sýnist formanninum ekki veita af áfallhjálp.  Hann er fastur á því stigi áfallsins sem snýr að útilokun og afneitun.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.3.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband