Kominn tími til að endurvekja traust

Frá sögulegu viðtali við Davíð Oddsson í Kastljósi hefur verið ljóst að Seðlabankinn hefði glatað trúverðugleika sínum. Nánast allt sem á eftir kom gerði það eitt að rýja hann enn meiri trúverðugleika og eftir ræðu Davíðs hjá Viðskiptaráði eina morgunstund var lýðum ljóst að traustið var horfið líka.
Eitt brýnast verkefni frá hruninu hefur legið í verkefninu að efla og endurvekja traust og trúverðugleika. Liður í því var að skipta um yfirstjórn í bankanum þegar í stað og endurskipuleggja bankann. Það er ekki á hverjum degi sem seðlabankar verða (tæknilega) gjaldþrota og slíkt vekur athygli um allan heim. Ísland og klúðursleg vinnubrögð eftirlitsstofnana vöktu sérstaka athygli og í alþjóðasamfélaginu urðum við athlægi.
Ég er nánast handviss á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sæti enn hefðu menn haft kjark og þor til að fylgja málum eftir af festu og ábyrgð.
Hluti þess og ekki hvað minnstur var að losa sig við þá sem ekki nutu trausts, innanlands sem erlendis.
Ekki síst seðlabankastjórnina.
mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband