Að stela mótmælum!

Ekkert fáum við þessi venjulega Gunna og venjulegi Jón að hafa í friði. Við fáum ekki einu sinni að mótmæla í friði. Mótmælum okkar er ekki spillt af veðri og vindum, stjórnvöldum sem eru jafn sinnulaus um mótmæli sem hvað annað eða lögreglu sem helst virðist vilja stunda einhverja samræður við lögbrjóta.

Nei friðnum til mótmæla okkar er hreinlega stolið. Stolið af alls kyns rugludöllum sem nú skríða úr skúmaskotum sínum hvaða nafni sem þau nefnast, stundum hreyfingum sem kenna sig við frið, tröll, nornir og nú síðast einhverjir bræður hver annar þeirra sagður ráðgjafi þess innvígða og innmúraða í Svörtuloftum.

Þetta ruglulið á það sameiginlegt að vera uppfullt af fordómum gagnvart þeim sem ekki eru á sömu skoðun og lögreglu sem verður þeim eilífu heppilegur blóraböggull. Ruglulið sem snappar framan við myndavélar, ryðst með ofbeldi á saklaust fólk og grýtir lögreglu.

Rugludallarnir fá nú áður óþekkta athygli og virðast njóta þeirra í botn. Það er áhyggjuefni því það beinir athyglinni frá því sem mótmælt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já kannski, en afjúpar um leið hugmyndaauðgi hagfræðistefnu Seðlabankanns

hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er þá málið að hætta að mótmæla og sætta sig við spillinguna?

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Heidi Strand

Mætum öll á Austurvelli í dag kl.15

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 06:59

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Að sjálfsögðu á að halda mótmælum áfram. Við skulum gera það með reisn og sjálfsvirðingu. Grjótkastarar og annað ofbeldisfólk skemmir málstaðinn. Ekkert annað. Ég held að sumum væri hollt að kynna sér frekar þær aðferðir sem Mahatma Gandi, Martin Luter King og Nelson Mandela notuðu þegar þeir unnu sína stóru sigra. Það var ekki gert með ofbeldi líkt og svokallaðir "aktivistar" gera í dag.

Látum raddir okkar heyrast, sýnum samstöðu og fjölmennum á Austurvöll. Það er sá kraftur sem ráðamenn hræðast, grjótkast er vatn á þeirra myllu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.1.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hafa meiri þolinmæði fyrir mótmælum en kemur fram í þessum pistli.  Þegar þeir segja "allir hafa rétt til að mótmæla".

Magnús Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 09:43

6 Smámynd: Hlédís

Ráðherrar segja margbreytilega hluti.     Ráðherrar eru hlynntir penum, hljóðlátum mótmælum sem þó , vel að merkja, er ekkert að marka ef færri en 300.000  mæta. Þá er ÞJÓÐIN nefnilega ekki á ferðinni

Hlédís, 3.1.2009 kl. 13:40

7 identicon

Takk fyrir þennan pistil og þann á undan líka. Ég er þér sammála og ég þekki marga sem segja það sama.

góðar stundir

Ingibjörg Þengilsdóttr

Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:54

8 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Mætum sem flest, þá eru meiri líkur til að obeldismenn og konur hverfi inn í fjöldann. Sættum okkur ekki við þá sem liggja í felum bak við hulin andlit. Til hvers?

Þetta er heigulsháttur af verstu gerð og það eru ótrúlega margir sem mæra þennan aumingjaskap. Alla vega enn.

Annars er ég mest hræddur um að þessi fæli þá frá sem helst ættu þarna erindi.

Reyndar er ég ósáttur við að láta barn taka virkan þátt. Við skulum halda börnunum sem mest frá og láta þau finna sem minnst fyrir þeim vandræðum sem við erum í.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.1.2009 kl. 13:59

9 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

Etta eru sennilega Anarkistar.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 15:16

10 identicon

Sæll og takk fyrir góð skrif.

Hugmynd sem ég vil koma á framfæri:

Hugsanlega er kominn tími til að mótmælendur merki sig sérstaklega eins og með hvítum borða á upphandlegg, að þar fari aðilar sem stunda einungis friðsamleg mótmæli.

Að hafðað komið saman fyrir utan Hótel Borg var þarft framtak, sem því miður fellur í skuggan af einhverjum missönnum sögum um meint ofbeldisverk mótmælenda.

Eitthvað sem aðilar sem sjá sig hag í að þau verði sem áhrifaminnst getað notað til að eyðileggja slagkraftinn úr þeim.

Ef að mótmælendur telja sig þurfa að beita ofbeldi og vilja ekki bera borða, þá er einfaldara að greina þá úr hópinum og gera þá ábyrga fyrir því, í stað þess að allur hópurinn fá á sig ofbeldisstimpil.

Armborðann er síðan hægt að bera dags daglega til að halda fólki við efnið og sýna samstöðu.

Kv.

joð (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:18

11 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Athyglisverð hugmynd með hvíta borðann. Ég var á fundinum og fannst Hörður Torfa standa sig með ágætum. Hér að ofan var ég að hnýta í þá ákvörðun að láta barn flytja ávarp.

Ég ætla að éta það ofan í mig aftur. Hún Dagný Dimmblá átti fundinn með húð og hári. Hún var eini ræðumaðurinn sem sló nýja ferska tóna móts við Einar Má sem má alveg fara að hvíla.

Bæði fer hann með sömu innantómu klisjurnar aftur og aftur auk þess er ósköp óáheyrilegur.

Gaman þætti mér að vita með hvaða hætti ræðumenn eru valdir þarna. Mér finnst sá hópur ansi einsleitur. Mest úr einhverri menningarelítu sem getur verið gott líka, bara ekki eingöngu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.1.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sveinn svarið við því hverjir ráði för í þessum mótmælum er einfalt. Það eru vinstri grænir. Nánast allir, sem taka til máls eða koma að skipulagi þeirra kenna sig við þann flokk.  Barnið var ekkert annað en þjálfað sirkusatriði, kjút, en afar misráðið.

Sidshow VG er þetta. Búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:49

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég mætti í fyrsta sinn í dag á Austurvöll, og þar var að sjá þverskurð þjóðarinnar en ekki einhverja lúsera og óróaseggi einsog stjórnarþingmenn hafa gefið í skyn. Einar Már er góður ég hef lesið pistlana hans í mogganum og er sammála honum. Mér finnst sinnuleysi sjónvarps RÚV í fréttaflutningi af Austurvelli í dag til háborinnar skammar. Þeir töluðu aðeins um hana Dimmblá en minntust ekki á efni allra þeirra ræða sem fluttar voru, eru friðsamleg mótmæli ekki nógu djúsí fyrir Pál Magnússon?  En ég er virkilega farin að hafa áhyggjur af lýðræði Íslands, hvað þarf til, til þess að stjórnin fari frá og að efnt verði til kosninga?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:53

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Rosalega hefur VG vaxið fiskur um hrygg ef marka er útröluliðið úr Valhöll. Allt í einu allt gott sem er gert í nafni VG - ef þetta er allt saman satt er kominn tími til að spyrja sig hvort maður eigi nú ekki bara að fara að kjósa gömlu vinstri mennina því þeir eru greinilega ákaflega góðir í að stýra og stjórna friðsömum og góðum mótmælum með allt morandi í hæfileikaríku fólki með hausinn fullann af lausnum við ástandinu sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert að gera í. Ef eitthvað er að marka þennan VG=mótmæli áróður úr Valhöll er e.t.v. ekki svo flókið að kjósa rétt í vor.

Helst hefið ég þó vilja fá hér nýtt afl - með eitt markmið - að afhjúpa spillinguna á öllum vígstöðum. Þannig flokk myndi ég kjósa.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 22:15

15 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Mér er sama hvaðan gott kemur. Ég dreg ekki fólk í dilka eftir stjórnmálaflokkum gærdagsins. Í dag þurfum við nýtt afl, nýtt fólk, ný gildi, ný markmið og nýja framtíðarsýn.

Það gerist ekki nema leggja af gömlu þrætubókina. Þar eiga allir flokkar jafna sök, líka VG, þeir hafa bara síðustu árin ekki verið í aðstöðu til að moka upp úr kjötkötlunum eins og hinir.

Það sama rassgatið undir þeim eins og hinum, innantómt froðusnakk án nokkurs innihalds. Í mínum huga er Einar Már ekkert annað en gamall kommi sem ekki er búinn að átta sig á að kommúnisminn hrundi fyrir tæpum tveim áratugum, alveg eins og frjálshyggjan hrundi núna eins og spilaborg.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.1.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband