Ekki veitir Framsókn af

Ég held að margur Framsóknarmaðurinn sjái vonarpening í skipulagshagfræðingnum Sigmundi Davíð. Flokkurinn hefur verið í algjöru reiðileysi síðustu misserin þar sem hver hendin hefur verið upp á móti annarri. Líklega er af hinu góða að fá nýtt blóð í forustuna.
Sigmundur kemur mjög vel fyrir, skeleggur talsmaður málefna sinna og til alls góðs maklegur. Þó munu einhverjir muna eftir föður hans, fyrrum þingmanni Vestfirðinga, Gunnlaugi Sigmundssyni. Sá tók hatt sinn, hnakk og beisli og reið á brott klyjfaður feitum bitlingum. Þau mál gætu flækst fyrir syninum í formannsframboðinu.
Reyndar er ekki verra að eiga rætur í mesta framsóknarhéraði landsins en þeir feðgar eru ættaðir af Ströndum, nánar tiltekið frá Ósi í Steingrímsfirði. Það hefur aldrei spillt uppgöngu í metorðastiga frammaranna, sbr. aðra feðga, þá Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson. Báðir voru þeir þingmenn Strandamanna og báðir urðu þeir formenn flokksins.
mbl.is Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á Sigmund, en það þarf að losa sig við þessa gömlu úr flokknum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:02

2 identicon

        Orðið vonarpeningur merkir skepnu sem á sér ekki viðreisnar von,einkum vegna horfóðrunar og illrar meðferðar.

 Sigmundur Davíð er sannarlega ekki neinn vonarpeningur.

Steingrímur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband