Davíð, Davíð, "komdu fagnandi", frelsari vor.

Þá liggur hún klár á borðinu, hótunin sem Geir Hilmar hefur óttast mest af öllu.  Davíð opinberar í einhverju dönsku héraðsfréttablaði hótun sína að snúa aftur í pólítík.  Gott og vel, þetta var eins og margan grunaði.  Hæfileikar Davíðs til að vekja á sér athygli og verða miðpunktur umræðunnar eru einstakir.  Ég er alveg viss um að hann gæti átt mjög sterkt ”come back” í pólitíkina og lítið mál fyrir hann að velta Geir úr sessi.  Geir hefur ekki reynst sá leiðtogi sem við þörfnust, langt frá því.  Ákvarðanafælinn,  litlaus, skapstyggur auk þess augljósa að hafa látið undirmann sinn, sitjandi í Svörtuloftum svínbeygja sig.

Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að reka manninn.  Eru engin takmörk fyrir dellumakeríi hans í embætti seðlabankastjóra?  Í hvert einasta sinn sem hann hefur opnað munninn hefur þjóðin skolfið.  Ekki við manninn sjálfan heldur það sem út úr honum rennur.  Það var átakanlegt að horfa og hlusta á lítt dulbúnar hótanir, sjálfsbirging og dylgjur um menn og málefni.  Hræddur maður, úti í horni, sem reynir að verja sig með kjafti og klóm.  

Íslendingar hafa marga góða hæfileika.  Einn af þeim er hæfileikinn til að gleyma.  Annar er að fyrirgefa.  Hvoru tveggja sást vel þegar alþekktur tukthúslimur sem hafði orðið uppvís að þjófnaði, mútum og fjárdrætti, allt frá almenningi, átti magnaða endurkomu inn í pólítikina þar sem hæfileikar kjósenda í gleymsku og fyrirgefningu nutu sín til fulls.

Því er alveg viðbúið að það sama gildi um Davíð.  Hann hefur það þó fram yfir tutkhúsliminn að hafa haft verðskuldaða almannahylli á velmektardögum sínum.  Kostur við að endurkomu hans eru sá helstur að líklega mun hann ekki geta valdið þjóðinni jafn miklu tjóni og í embætti seðlabankastjóra.  

Gallarnir eru augljósir.  Hér er kominn maður sem þarf að hefna.  Og það grimmilega.  Undir grímu brandarakarlsins, gjörningameistarans glittir í vansæla, geðvonda smásál með einræðistilhneigingar.

 

„Þá hyggst ég hætta af sjálfsdáðum með sama hætti og ég gerði þegar ég lét af starfi forsætisráðherra. Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin,“

 

Eru þessi orð ekki lýsandi fyrir hrokann, einsýnina og sjálfsbirginginn?

 

Ég bara spyr?


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hárrétt, því miður. Maðurinn er skaðræðisgripur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Þar hittirðu naglann á höfuðið.  Tek undir hvert orð. 

Sigurður Sigurðarson, 4.12.2008 kl. 08:58

3 identicon

Ja, maður velkjist ekki vafa um hver er masokistinn i þessu sambandi. Geir öskrar af anægju i hvert skipti sem kongurinn piskar.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Kostulegur.  Svo bar hann fyrir sig bankaleynd þegar í yfirheyrslu viðskiptanefndar Alþingis.  Svo aumleg afsökun eftir dylgjur um annað segir manni ekkert annað en hann hafi bara verið bulla.

Bara bulla.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.12.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hverskonar lyddur eru Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún að láta manninn vaða svona uppi í frekju og valdhroka. Maður spyr sig fyrst þau lyppast niður undan hótunum Davíðs hvernig var það þá í viðræðunum við alþjóðagjaldeyrissjóðinn, var ekki bara sami gunguskapurinn á ferðinni þar hjá þessu óhæfa fólki.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Jón Sigurðsson

Enn og aftur sannast það að Davíð er yfirburðamaður í íslensku samfélagi. Hann er í einu orði sagt tær snillingur. Hann heldur ykkur öllum við hið "göfuga" markmið að elska að hata Davíð. Ég legg til að þið farið að leggja ykkur eftir þeim tækifærum sem felast í því að búa í sjálfstæðu Íslandi.  Krónan styrktist í dag, skuldir heimilanna lækkuðu. Er þetta ekki spor í rétta átt. Talið ekki allt niður í kringum ykkur heldur reynið hvað þið getið til að byggja upp og komast út úr Davíðs heilkenninu. Tók eftir því að stöð 2 sem er Baugsmiðill greindi frá því kl 18.49 að krónan hefði styrkst. Þið megið giska á hver var fyrsta fréttin.

Jón Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 18:42

7 identicon

Af hverju ætti Geir að óttast endurkomu Davíðs?Skil ekki það viðhorf. Og nota bene -Davíð segist fara aftur í pólitíkina EF honum verði vikið úr sæti seðlabankastjóra. Tími Davíðs í pólitíkinni er einfaldlega liðinn. Og svo ruglar hann vinnunni sinni saman við pólitík. Virðist ekki alveg vita mörkin þar á milli. Rökrétt ályktun er: hann er enn í pólitíkinni og stjórnar Seðlabankanum sem pólitíkus. OK - verði honum vikið úr starfi Seðlabankastjóra sem ýmislegt bendir til að gerist, hvað þarf Geir að óttast? Ekki neitt. Alls ekki neitt. Nema honum þyki svona vænt um Davíð, að hann vilji helst forða honum frá einhverju sem gæti haft neikvæðar afleiðingar fyrir Davíð þegar og ef kemur að því að Davíð haldi að ekkert hafi breyst í Sjálfstæðisflokknum frá því hann hætti. Að hverju kemst Davíð þá? Nei, mín persónulega skoðun er sú að Davíð ætti að nota þau góðu ár sem eru framundan hjá honum í listamanninn sem býr í honum með því að skrifa.

Nína S (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Diesel

Sammála þér Sveinn Ingi, þessi maður á bara að fara að borða sín eftirlaun.

Diesel, 5.12.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband