Gálgafrestur Gunnars Páls

Fundurinn hlýtur að hafa verið Gunnari Páli erfiður. Ef ekki þá er maðurinn annað tveggja siðblindur eða gjörspilltur. Ég fæ ekki séð hvernig Gunnar Páll með sínar tvær kúlur í mánaðarlaun geti varið gjörðir sínar fyrir VR fólkinu á gólfi lágvöruverðsverslana. Fólkinu sem eru með skitinn 150 kall á mánuði.
Aumingjadómur Gunnars Páls er ótrúlegur. Þetta fer stöðugt að líkjast meir og meir siðferði og atburðarás í Sopranos-þætti en veruleika heiðarlegra kaupsýslumanna. Þarna tekur hann við hverri dúsunni eftir annarri og finnst voða voða gaman að sýna sig í félagsskap stóru strákanna. Strákanna sem notuðu hann til þarfaverka að rétta upp hendi á stjórnarfundum Kaupþings.
Var ekki maðurinn þar til að gæta hagsmun VR og lífeyrisþega? Vandræðalegar útskýringar hans í Kastljósi bentu ekki til þess. Kannski tókst honum betur upp í kvöld.
mbl.is VR flýtir stjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

En hvað með stjórn VR? Gunnar Páll er enginn alvaldur í félaginu. Hvaðan koma þeir, á hverra vegum eru þeir, hvaða mafíur eru þeir að verja?

Guðmundur Benediktsson, 13.11.2008 kl. 23:15

2 identicon

Ertu í VR Sveinn og varstu á fundinum?

Steini (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Takk fyrir commentin.  Það er ánægjulegt að sjá 600 manna félagsfund í "verkalýðsfélagi" ef það skyldi kalla því Gunnar Páll hefur fram fyrir skjöldu að skilgreina hlutverk félagsins sem eitthvað allt annað.

Ég held að félagsmenn VR þurfi að endurskoða gildin þegar búið er að hreinsa skítinn út.

Steini:  Ég er ekki félagsmaður, var það einu sinni, en stærstur hlutinn af fjölskyldunni er þar.  

Sveinn Ingi Lýðsson, 14.11.2008 kl. 10:36

4 identicon

Verst þykir mér að geta ekki hreyft réttindi mín í Lífeyrissjóði Verslunarmanna til Lífeyrissjóðsins sem ég greiði í nú.

Sjá bréf sem ég skrifaði stjórnum VR og LV

Henrý (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:48

5 identicon

Tek undir með kokakola.Ég reikna með að stjórnarfundirnir hafa verið haldnir á vinnutíma og fyrir hann fær Gunnar tvær milljónir á mánuði frá VR.Gunnar var í stjórninni  sem fulltrúi VR félaga sem greiða honum há laun og því eðlilegt að VR en ekki Gunnar fengi fimmhundraðþúsundin. 

Jon Mag (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband