Heiðarleiki stjórnmálamanns - Bjarna klúður Harðarsonar

Ég held ég muni aldrei eftir jafn snöggri gengisfellingu stjórnmálamanns eins og tölvupósklúður Bjarna Harðarsonar bloggvinar míns nú í kvöld. Hvað var Bjarni að hugsa, maðurinn sem prédikað hefur um hreinskiptni og heiðarleika í stjórnmálum.
Sér svo færi á koma klámhöggi á Valgerði sem lendir beint í eigin andliti. Þetta lýsir reyndar í hnotskurn íslenskum stjórnmálamönnum sem eru upp til hópa gjörspilltir eiginhagsmunaseggir. Bjarni á ekki annan kost en segja af sér strax í fyrramálið og biðjast opinberlega afsökunar.
Jólabókasalan er að byrja og best hjá Bjarna og fara aftur í bókabúðina sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

já, hún er "yndisleg" þessi pólítík.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.11.2008 kl. 22:45

2 identicon

Það kom þó eitt gott út úr þessu. Við fengum góða upprifjun á gjörðum pólítíkusa þegar þeir nánast gáfu bankana sem þjóðin átti og fengum mynd af gjörningsmönnum og -konum. Þarna er upphafið á kviksyndinu sem okkur hefur verið steypt í.

kolla (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Að segja af sér er eina lausnin, verður samt gaman að sjá hvað gerist.

Gísli Foster Hjartarson, 11.11.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Bjarni hefur sagt af sér.  Hárrétt ákvörðun hjá Bjarna að viðkenna mistök sína og axla ábyrgðina.  Það mættu margir kollegar hans taka sér til fyrirmyndar.

Öllum verða á mistök.  Það er mannsbragur að horfast í augu við þau og hafa kjark til að viðurkenna þau og taka afleiðingunum.  

Bjarni er því maður af meiri.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.11.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Bjarna sem forsætisráðherra !!! :)

En í alvöru....eina ástæðan fyrir því að hann segir af sér er sú að hann skeit upp á bak í flokknum. Ef hann hefði verið að jarða þjóðina hefði hann fengið klapp á bakið hjá félögunum og setið sem fastast!

Hér er ekki lýðræði, hér er flokkahreppahrokarekstrarpólitík sem á sér enga hliðstæðu.

Ellert Júlíusson, 12.11.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband