Takk Óli, takk Logi, takk Alexander, takk, takk......

Í dag kemur íslenska landsliðið í handbolta heim eftir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Kína.  Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum drengjum í hverjum leiknum eftir annan.  Baráttuandi, skipulag og fyrst og fremst leikgleði hafa drifið liðið áfram og hver stjórþjóðin eftir aðra var að velli lögð.

Ég vil þakka liðinu fyrir þær einstöku ánægjustundir sem það hefur veitt mér sem og öðrum áhorfendum.  Það var auðvelt að hrífast með eins og raunar öll þjóðin gerði í gleði sinni.  Gömul þjóðernisvitund tók sig upp og hressti upp á þjóðarsálina.  Samt er það alltaf svo að einn og einn rekur hornin í eins og við höfum orðið vitni að hér á blogginu undanfarna daga.  Meira að segja forsetafrúin varð fyrir þessu vegna þess að hún mátti ekki sýna sömu gleði og hrifningu og hver annar.  

Tökum okkur Ólaf Stefánsson til fyrirmyndar og segjum "bíbb" á slíkar nöldurskjóður og mætum í miðbæinn til að taka á móti liðinu.  Sýnum þar með þakklæti okkar í verki og gleðjumst með þeim í dag.

Enn og aftur.  Þúsund sinnum TAKK, TAKK, TAKK....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek svo sannarlega undir allt sem þú segir hér að ofan

(IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband