"Bíðið krakkar, við erum live eftir smástund......"

Það dýrmætasta sem nokkur fréttastofa á er tvennt; góðir fréttamenn og trúverðugleiki.  Mikið er lagt upp úr þessum tveim atriðum og þegar blettur fellur á trúverðugleikann eða persónu fréttamannanna er stofunni vandi á höndum.  Bregðast þarf skjótt við og annað tveggja að yfirmenn stofunnar skjóti skildi fyrir fréttamanninn með skýrri afdráttarlausri yfirlýsingu eða víkja viðkomandi frá störfum án nokkurs undandráttar eða tafar. 

Sé þetta ekki gert svo er trúverðugleiki fréttastofunnar í uppnámi.  Það sem nú er á allra vitorði og gerðist á bensínstöðvarplaninu í gær var fréttamanni Stöðvar 2, Láru Ómarsdóttur, ekki til sóma.  Unglingar sem þarna voru hafa staðfest í samtölum við mig að Lára bað þau um að bíða með að eggja og flöskukast í smástund, þau yrðu "live" eftir örstutta stund og þá mættu þau kasta að vild sinni.  Tökuvélinni var síðan stillt upp þannig að "athafnir" unglinganna sæjust sem allra best.  

Starfsmaður Stöðvar 2 gaf þeim síðan merki þegar eggjakastið byrjaði.  Sorrý ég trúi þessum krökkum en ekki "fréttamanninum/leikstjóranum" Láru.  Ég hef nefnilega aldrei reynt þau að neinum ósannindum.  Það voru mér vonbrigði að í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 var ekki tekið á þessu máli sem er henni til mikils vansa.  Því lengur sem dregið er að opna málið verður það fréttastofunni æ dýrkeyptara.

Lára á varla annan kost en segja starfi sínu lausu, jafnvel þó þetta hafi átt að vera í "gríni".

 


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef satt reynist, þá eru hér alvarlegir hlutir á ferð. Sonur minn 13 ára var því miður þarna á svæðinu og hefur lítið viljað gefa upp hvað þarna gerðist. Spurning um að ég fari og kanni þessar sögusagnir betur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er orðið fátt sem kemur á óvart lengur í þessu þjóðfélagi.

Óskar Þorkelsson, 25.4.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sammála, Lára verður að segja af sér, að öðrum kosti verður fréttastofa Stöðvar 2 að reka hana.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Landfari

Það vaoru tveir fréttamenn held ég á Útvarpi Sögu að reyna að gera lítið úr þessu en þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur.

Ég spyr nú bara hvað hefur fréttum oft áður verið leikstýrt ef tveim reyndum fréttamönnum finnst þetta ekkert mál?

Landfari, 25.4.2008 kl. 12:49

5 identicon

Hallo eruð þið að grínast. Segja af sér? Fréttamenn eru mannlegir eins og við hin. Hafið þið aldrei gert mistök í starfi á lífsleiðinni? Það hafa allir einhvern tíman gert mistök í starfi og reikna ég með að alþjóð viti ekki af ykkar mistökum. Gefið konunni tækifæri hún er búin að biðjast afsökunnar, mér finnst það alveg frábært hjá henni. Case closed.

EJ (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Lára hefur nú valið að segja starfi sínu lausu.  Það hlýtur að teljast vera það eina rétta í stöðunni.  Öllum geta orðið á mistök í starfi og leik en hjá fréttamanni sem vill gera sig trúverðugan ganga mistök sem þessi alls ekki.  Að "hanna atburðarás" er allt annar hlutur en einhver sviðsetning minniháttar atburða eftir á. 

Þarna voru alvarlega róstur í gangi, "live" og þar skiptir öllu að hlutleysi fréttamanna sé yfir allan vafa hafið.  Lára hefur nú axlað ábyrgð sína og er maður að meiri.  

Fréttastofa Stöðvar 2 hlýtur að gera viðeigandi ráðstafanir til að endurheimta trúverðugleika sinn aftur. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 25.4.2008 kl. 14:05

7 identicon

Ég er fullkomnlega sammála því að Lára Ómarsdóttir eigi að segja af sér, ella vera vísað úr starfi, það er ef fréttastofa Stöðvar 2 vill reyna að halda einhverjum trúverðuleika þó lítill sé í dag. 

Tekið úr yfirlýsingu Láru: "Það dytti engum minna samstarfsmanna í hug að taka orð af þessu tagi bókstaflega en alþekkt er að á milli okkar fjúki ýmislegt gráglettið. Stundum er það til spennulosunar á álagsstund."

Ef þetta er staðreynd að fréttamenn séu mikið að grínast og gantast með fréttir áður en þau fara í loftið og ýmist þegar þau eru komin í loftið, þá hvar eiga áhorfendur að draga línurnar / mörkin?? Hvernig eigum við að vita hvort fréttamaður er að grínast eða ekki??

 Lára, segðu af þér og það tafarlaust til þess að bjarga eigin skinni.

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það gera fleiri mistök en fréttamenn en sonurinn er á 12 ári og spjallaði ég við hann á msn áðan:

pabbi says:

sonur says:

pabbi says:

hentir þú mörgum eggjum í lögguna?

sonur says:

nei

pabbi says:

engu?

sonur says:

enn fann eitt og hendi því í olis skiltið

pabbi says:

ok

pabbi says:

ormur

Svo kannaðist hann ekki við að umrædd fréttakona hefði gefið eftirfarandi skipanir.

En svo er það annað mál hversu gott veganesti BB aðferðin er fyrir forvitin börn á þessum aldri?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 14:40

9 identicon

Kjartan, hér er hljóðbúturinn. http://sersveit.rlr.is/laraomars.mp3

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er víst búinn að hlusta á þennan hljóðbút í ófá skipti í dag. á frekar erfitt með að finna grínið sem allir eru að tala um.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Tvennt er það sem mig dauðlangar að heyra. Annars vegar hvað viðmælandi Láru var að segja á hinum endanum (hver var það? Var hann/hún að gefa fyrirskipun og ummæli Láru viðbrögð við því?). Mér heyrist Lára ekki vera að grínast, en aftur á móti virðist mér hún vera að bregðast við ósk viðmælandans um eitthvað djúsí.

Ég get einhvern veginn ekki fyllilega metið orð Láru nema að vita þetta.

Hitt varðar árás Ágústs Fylkissonar á lögregluþjóninn. Árásin furðar mig og ég á erfitt með að meðtaka að hún hafi verið gjörsamlega tilefnislaus. Ég myndi vilja vita hvað lögregluþjónninn sagði við Ágúst augnablikið fyrir árásina. Var hann kannski að gefa komment á heilastærð Ágústs?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 16:13

12 Smámynd: Egill Óskarsson

Friðrik, finnst þér hegðun Ágústar í aðdragandanum gefa tilefni til þess að mikið hafi þurft til? Maðurinn var augljóslega í engu jafnvægi og ef hann átti ekki bíl á svæðinu þá þarf einhver að útskýra hvað hann var að gera þarna í svona miklu stuði.

Egill Óskarsson, 25.4.2008 kl. 17:12

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég tek undir með Friðriki - það er engu líkara en að Lára sé að reyna að koma til móts við einhvern. Hver er það - fréttastjórinn hennar, pródúsentinn?

Hún virðist ekki hafa fengið neina ofanígjöf þarna í samtalinu - þó það hljómi eins og hún sé að tala við einhvern hærra settan.

Hmmmm..... það væri forvitnilegt að vita meira.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:14

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Egill, ekki nokkur skapaður hlutur hjá þessu trukkurum hefur meikað sens. Það kann að vera að árás Ágústs hafi verið tilefnislaus með öllu og lögginn ekkert sagt. kannski er ég naív en mér finnst einhvern veginn eins og menn verði að hafa eitthvert tilefni til örsnöggra og ofdrifinna viðbragða.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband