Eigum við að láta miðborgina drabbast niður til að þóknast einhverjum friðunartalibönum?

Fyrir mörgum árum eyddi ég sumrum mínum í það að aka og lóðsa erlenda ferðamenn um landið, þar með talið okkar ástkæru höfuborg.  Ég gleymi seint öldruðum breskum hjónum sem stigu út úr bílnum að kvöldi dags eftir skoðunarferð um Reykjavík.  Þau sögðust hafa lesið talsvert um Ísland og sögu þess en ekki vitað fyrr en nú að svona miklar loftárásir hefur verið gerðar á Reykjavík í seinni heimstyrjöldinni.  Ég leiðrétti þau að sagði að þýski herinn hefði gert 2 - 3 vesældarlegar tilraunir á austfjörðum til loftárása en aldrei hefðu verið gerðar loftárásir á Reykjavík.  Í framhaldi spurði ég hvers vegna þau héldu þetta.  "Jú byggðin er svo gisin og það er eftir að byggja upp á svo mörgum stöðum" var svarið.

Þarna upplukust augu mín fyrir ósamstæðri byggingarmynd miðborgarinnar, tætingslegu samansafni alls myns bygginga, allt frá kofum sem byggðir eru úr kassafjölum og öðru tilfallandi efni og allt til víðáttuljótra sálarlausra steinsteypukumbalda sem virðist hafa verið dritað niður af handahófi hér og þar.

Mörg þeirra húsa sem eru við Laugaveg og í nærliggjandi götum í Skuggahverfinu er reist af miklum vanefnum til íbúðar.  Byggt hefur verið við mörg þeirra en allt en flest eiga það sameiginlegt að henta engan veginn í miðborgarkjarna.  Enda hefur það verið þannig að mannlíf miðborgarinnar hefur verið deyjandi hægt og bítandi.  Ekki hefur mátt hrófla við neinu og allt á að friða.  En til hvers?  Þegar þess er spurt verður oftast fátt um svör.  Helst er nefnt til að húsið sé svo gamalt.  Það getur hreinlega ekki verið ástæða til friðunar ein og sér.  Öll hús eiga sér sögu, hvernig sem það er annars byggt.  Mjög ríkar sögulegar ástæður hljóta að vera til þess að hús séu friðuð þess vegna.

Allt hefur þetta orðið til þess að miðbærinn hefur drabbast niður og verslun hefur flúið inn í Kringlur og Smáralindir.  Sem er slæm þróun.  Þær hugmyndir sem Samson Properties hefur nú sett fram um uppbyggingu á Barónsreitnum hljóta allir þeir að fagna sem vilja hag miðborgarinnar sem mestan.  Við getum ekki bara fryst söguna og eðlilega þróun byggðar og mannlífs.  Við högum okkur eins og phskopatar sem vilja það helst að litla barnið þeirra verið barn að eilífu, klæða það í ungbarnafötin, þó komið sé á fermingaraldurinn og babla enn við það smábarnamál.  Annað tveggja höldum við ástandinu eins og það er og verslun og þjónusta mun finna sér annan samastað eða við sameinumst um eðlilega uppbyggingu sem tekur mið af nútímanum.  Ekki fyrir hundrað árum. 


mbl.is Hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Steinsteypukumbalda eða gömul hreysi ?

Rétta svarið hlýtur að vera þarna á milli.  Gömul hreysi á að rífa og kumbalda eigum við ekki að byggja.

Vandamálið er bara:  hver erum "við?"  Ég ræð engu, það eru fjármálamennirnir sem fá völdin í hendurnar.  Ég man ekki eftir neinni umræðu áður en Skuggahverfið og Borgartúns fjármálahverfið risu.

Ég er hræddur um að miðbærinn sé að deyja hér af sömu ástæðu og í Bandarískum borgum.  sem eru flestar með rosaleg úthverfi og möll og gamlan dauðan miðbæ.   Það er fljótlegt og hagkvæmt að byggja þannig.

Þar eru völdin líka afhent fjársterkum framkvæmdamönnum og ríkið stendur á hliðarlínunni.

Evrópskar borgir eru fullar af reglum og ráðum og þær fara sér hægt.  Það er kannski ekki jafn mikill hraði á hlutunum eins og hér og í USA en suma hluti þarf að "baka hægt".

Kári Harðarson, 21.9.2007 kl. 07:36

2 Smámynd: Kári Harðarson

PS: Mér lýst vel á að Samsonfeðgar fái að spreyta sig, en ég þykist vita að þeir vilji hefja framkvæmdir fyrir áramót og að borgaryfirvöld verði úthrópuð fyrir búrókratí ef þau leyfa það ekki strax.

Eigum við að segja, að þeir megi byggja þarna og hefja framkvæmdir 2010 ?

Kári Harðarson, 21.9.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband