Færsluflokkur: Bloggar

"...þegar ég sé spýtu..."

Þetta er kostuleg frétt og ástæða að velta fyrir sér hvort þarna sér verið að sá fræjum tortryggni. Í ljósi þeirrar skelfilegu stöðu sem þjóðin er í eru þetta hreinir smáaurar í samanburði við milljarðaþúsundir sem ótíndir glæpamenn stálu af íslenskum almenningi. Það er fyllsta ástæða til að fagna aðkomu Evu Joly að málinu. Það eykur líkurnar á því að hægt sé að koma lögum yfir þessa menn og jafnvel endurheimt hluta þýfisins auk þess sem trúverðugleiki rannsóknarinnar fær annan og raunhæfari mynd með Evu í fararbroddi.
Það er mikil reiði í samfélaginu og hún á ekki eftir að minnka. Það er rík ástæða til að hafa áhyggjur þegar líður fram á haustið. Reiðin og biturðin lýsti sér vel í orðum ungs manns er ég hlustaði á lýsa sinni til þeirra sem svipt höfðu hann og fjölskylduna lífsafkomunni og klykkti út með þessum orðum: "....og mér líður djöfullega og hugsanir mínar eru í slæmum farvegi. Svo slæmum að þegar ég sé spýtu hugsa ég til þess hvernig megi sem haganlegast búa til gálga úr helvítinu"!
mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningur um tónlist

Ég skal skuldbinda mig til að kaupa alla þá tónlist sem þessi sjálfhverfi hrokagikkur mun framleiða það sem hann á eftir ólifað ef hann á móti lofar að halda sig við hana og ekkert annað.

Tónlistin hans er frábær.  Annað sem frá honum kemur er það ekki.


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki er sagt getur verið stærri frétt en sú sem sögð er

Ummæli Geirs H. Haarde í kvöldfréttum RUV varðandi niðurstöður skýrsludraga endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru einkennileg og ekki fallin til að auka tiltrú almennings. Þar segir hann eftirfarandi:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að undirnefnd Endurreisnarnefndar flokksins sé skipuð litlum hópi manna og hún tali ekki fyrir flokkinn. Endureisnarnefndin eigi ekki að líta til fortíðar, heldur framtíðar. Aðrir glími við það sem hafi farið úrskeiðis hér að undanförnu. 

 Endurreisnarnefndin er bar einhver lítill hópur manna og hún tali ekki fyrir flokkinn.  Ég er algjörlega gáttaður á þessum ummælum en kannski eru þau í stíl Geirs sem neitar að horfast í augu við orðinn hlut og ábyrgð sína á honum.  Mér sem sjálfstæðismanni er ofboðið og miðað við það sem maður heyrir og sér úti í samfélaginu er Endurreisnarnefndin nær því að tala fyrir hinn almenna flokksmann en Geir.

Sérstaka athygli vekur að Morgunblaðið skuli ekki minnast einu einasta orði á þessi ummæli Geirs.  Stundum er frétt sem einstakir fjölmiðlar kjósa að birta ekki stærsta fréttin.  Ég hygg að það sé svo í þessu tilfelli. 


Öðrum til eftirbreytni

Þetta er til eftirbreytni fyrir aðra þá sem sækjast eftir vinnu hjá okkur.  Með því að upplýsa um þetta eru tekin af tvímæli um skuldir og eignir. 

Hins vegar vantar hvort hún gegni stjórnarsetu eða  hafa bein hagsmunatengsl við félög og/eða fyrirtæki, þ.m.t. eignarhaldsfélög.

Að öðru leyti lýsi ég yfir ánægju minni með framtak Sigríðar sem er ein af vonarstjörnum okkar sjálfstæðismanna.  Okkur er nauðsyn að nýjum andlitum, ungs kraftmikils fólks.  Mistökum síðustu ára verður var mikið breytt nema með kraftmikilli endurnýjun í forustu og þingmannaliði.


mbl.is Birtir fjárráð sín á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

...og ekki þarf fleiri orðum að eyða á það.
mbl.is Árni Mathiesen ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laxveiðikaup bankanna falin?

Á undanförnum árum hafa bankar og fjármálastofnanir verið stærstu kaupendur laxveiðileyfa hér á landi.  Þetta hefur gert að verkum að mun meiri eftirspurn hefur myndast á markaðnum en framboð, sérstaklega á svokölluðum "primetime".  Verð leyfanna hefur hækkað upp úr öllu valdi þannig að okkur þessum venjulegu launaþrælum er gert ókleift að kaupa.  Kostnaður við dagsveiði í betri ánum getur numið meir en mánaðarlaunum, þ.e. getur hæglega farið í 200 þús.

Í svari ríkisbankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, við bréfi Stangaveiðifélags Seyðisfjarðar kemur fram að bankarnir muni ekki kaupa veiðileyfi í sumar.  Við þetta svar varð mörgum veiðimanninum rórra og sumir eygðu möguleika að komast kannski í þokkalega sprænu í sumar.

Nú heyrast þær fréttir að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir séu að gera sig gildandi á markaðnum með "óbeinum" veiðileyfakaupum.  Engin bein kaup eigi sér stað, heldur kaupa einstaklingar og smáfyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankana leyfin og sendi síðan reikning til bankans fyrir sérfræðiþjónustu, ráðgjöf, verktöku eða annað slíkt.

Heimildir fyrir þessu eru nokkuð áreiðanlegar og sjálfur veit ég um aðila sem mun veiða í sumar í "boði" viðskiptabanka síns.  Í ljósi þessa held ég að tími siðbótar sé bara alls ekki upprunninn í þessum spillingargrenjum.  Enda er sama fólkið og tók fullan þátt í sukkinu enn að stjórna.

Hvað þarf að gerast til að þessu linni?


Reyna að maka krókinn á meintum olíuverðshækkunum

Það var kominn tími á að alvöru lækkunarferli hæfist hér innanlands en á undanförnum mánuðum hefur olían ekki bara lækkað á heimsmarkaði heldur hefur verðið hrunið úr tæpum 150 dollurum niður fyrir 50 dollara á tunnuna.

Það er eins og íslensku olíufélögin hafi ekki tekið eftir þessari lækkun og aðspurðir kenna talsmenn þeirra óhagstæðu gengi um.  Sú skýring er alls ekki haldbær því síðustu tvo mánuði hefur gengi krónunnar í Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu verið hækkandi.

Þessar verðsveiflur reyna margir að nýta sér.  Sláandi dæmi um slíkt eru svör starfsmanns ferðaskrifstofu þegar ég kannaði hvað kostaði far með ferjunni Norrönu frá Seyðisfirði til Danmerkur á "low season" og aftur til baka á "high season".  Í pakkanum var fargjald hjóna í tveggja manna innklefa, jeppabifreið + meðalstórt  fellihýsi.  Allt þetta átti að kosta a sjötta hundruð þúsunda og hafði hækkað gífurlega frá fyrra ári þegar ég var að velta fyrir mér slíkri ferð.  Spurður um ástæðu þessarar miklu hækkana sagði hann hana vera hækkandi olíuverð!

Það er gott að geta kennt kettinum um þegar eitthvað fer aflaga!


mbl.is Atlantsolía lækkar dísilverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram svona Katrín Jakobsdóttir!

Í öllum fuminu og flumbruganginum við sölu Landsbankans á sínum tíma gleymdust þau miklu verðmæti í formi listaverka sem geymd voru í bankanum.  Það var eins og enginn hefði hugað að þessu og "Bjöggarnir"  hefðu eignast þessar þjóðargersemar "svona óvart". 

Það er því sérstakt fagnaðarefni er menntamálaráðherrann tekur þarna af skarið varðandi eignarhald íslensku þjóðarinnar á þessum listaverkum.  Fyrir það á hún hrós skilið.


mbl.is Vill listaverk bankanna í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing er nauðsyn núna!

Ef einhvertíma hefur verið nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrár þá er það einmitt núna. Þjóðin hefur orðið fyrir miklu áfalli þar sem lukkuriddarar léku lausum hala og höfðu að engu það siðferðilega gildismat sem okkur var innrætt í æsku.
Ljóst er að þessi gildi þarf að pússa upp, endurskoða og endurskilgreina okkur sem sjálfstæða þjóð. M.a. virðist ljóst það óskrifaðar reglur sem flestum hafa fundist sjálfsagðar eru það ekki lengur. Af hverju? Nú, þær standa hvergi skrifaðar, segja lögspekingarnir.
Það er aumt samfélag og vart á vetur setjandi þar sem hugsunarháttur lögfræðinganna er í hávegum. Samfélag sem afneitar gildum heiðarleika, sannsögli, kærleika og samhjálpar er illa á vegi statt.
Notum því tækifærið nú og efnum til stjórnlagaþings. Gerum það samtímis þingkosningunum þannig að áhrif stjórnmálaflokka verði sem minnst. Hugsanlega mætti velja hluta þingfulltrúa af handahófi úr þjóðskrá. Alla vega skulum við forðast stjórnmálamenn í þessu starfi. Frá lýðveldisstofnum hafa þeir verið að dunda við endurskoðun stjórnarskrárinnar án þess að neitt hafi komið frá þeim sem vit er í.
mbl.is Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er skítalykt af þessari bílasölu bankans?

Hvað er að gerast þarna? Er ekki alveg ljóst að Kaupþing hið nýja er í eigu ríkisins? Ef svo er hvernig stendur þá á því að Ríkiskaupum er ekki falið að selja þessa bíla eins og annara bíla í eigu ríkis og fyrirtækja í eigu þess?

Ljótar sögur um þessi viðskipti fara nú fjöllum hærra. Mér finnst alveg ljóst að bankinn þarf að gera þarna hreint fyrir sínum dyrum varðandi þessa sölu.  Eða eru stjórnendur bankans ekki vissir um hver sé eigandi hans?Það hljóta að hafa verið eðlilegri viðskiptahættir að bjóða þessa bíla upp eftir hefðbundum leiðum, þ.e. hjá Ríkiskaup úr því bankinn er í ríkiseign.


mbl.is Seldu lúxusbíla Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband